Þeir sem vilja í kjörþyngd þurfa að byggja upp nýjan lífstíl

Fyrir fólk sem er yfir 110 kg með blóðþrýsting upp úr öllu valdi er  komin þörf að gera eitthvað í sínum málum. Lykillinn að þessu er andlegi þátturinn og nýr lífsstíll. Megrun er blekkingarleikur og það eiga allir að hunsa einhverja sveltikúra því flestir enda á þann hátt að fólk bætir meira á sig en það var fyrir þar sem fólk er ekki tilbúið að svelta sig ævinlangt Mataræðið er 60-70%, hreifing 30-40%. Mataræði án hreifingu þíðir svelti þannig að góð hreifing reglulega er nauðsyn fyrir lífstíð ásamt breyttu og hollu mataræði. Til að byrja með þarf fólk að leggjast í andlega íhugun áður en það byrjar á sínum breytta lífsstíl.  Fólk þarf að hugsa vel um hvers vegna það sé svona þybbið og hvað getur það gert til að breyta sínum líkama án þess að fara í einhverskonar megrunarkúra/sveltikúra sem ég mæli alls ekki með. Málið er einfallt. Skrifaðu niður það sem þú ert að borða vikulega.  Skerðu síðan óhollustuna niður og bættu við hollustu fæðu í staðinn. T.d borða ég aldrei kartöflur eða franskar í dag en gerði mikið af því áður fyrr.  Þær eru hrikalega kolvetnisríkar og umfram kolvetni breytist í fitu.  Á diskinn minn set ég mikið af kjöti eða fiski og borða grænmeti í staðinn fyrir kartöflunar.  Tómata,allskonar kál og annað holt í þeim dúr.  Nauðsynlegt er að vera duglegur að slera burt alla fitu af mat.  Ef ég fæ mér brauð smyr ég brauðið aldrei set bara ostinn eða skinkunna beint á brauðið.  Áður fyrr bað ég alltaf um meiri sósu, nú bið ég bara um hæfilega sósu eða litla sósu. Breytt mataræði og nýr lífstíll þíðir að það þarf að skera niður. Ef þú drekkur 20 gosflöskkur á viku myndi það gera mikið gagn að drekka aðeins fimm gosflöskur á viku. Ef þú borðar 100 konfektsmola yfir jólin væri frábært að smakka á aðeins 10 konfektmolum. Áður fyrr fékk ég mér fimmtán pylsur á viku þegar ég keyrði fram hjá sjoppu nú fæ ég mér aðeins tvær á viku. Svona mætti lengi telja.  Hver og einn hefur sitt lífsmunstur hann getur gert svo margt með því að taka einhver lítil skref og taka óhollustu úr fæðukeðju sinni og setja inn hollustu í staðinn. Allt snýst þetta um þolinmæði og elju.  Það gerir enginn neitt nema þú sjálfur og þú verður að vera andlega tilbúinn.  Undirbúðu þig vel áður en þú byrjar á nýjum lífstíl. Hugsaðu um óhollustuna og hvernig megi skera hana burt og taka upp hollustu fæði í staðinn.  Þetta snyst allt um hvernig við röðum á diskinn og helst að drekka vatn með hverri máltíð eða hreinan ávaxtasafa.Tuttugu og sjö kg fóru af undirrituðum þegar hann hóf baráttu sína fyrir nýjum lífsstíl. Ég mun skrifa meira um þessi mál seinna þar sem mikil þörf er á því vegna vaxandi þunga íslenskra landsmanna.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband