Það líklegast á að fegra sannleikann og hagræða?

Að segja allan sannleikann gæti rannsóknarnefndin orðið ríkisstjórn hvimleiður veggur.

Vegna hinna mörgu viðkvæmu mála ríkisstjórnarinnar þá hentar ekki þessi tímasetning rannsóknarnefndarinnar að koma fram með óþægilegar fréttir.

Ég tel eins líklegt að stjórnkerfið muni gera allt í sínu valdi til að sannleikurinn fái aldrei að koma upp á yfirborðið.

Líklegast þarf að gefa sér góðan tíma til að koma sannleikanum í fagran búning þótt vissulega hafi rannsóknarmenn gefið það út að í rannsókninni fælust mjög slæmar fréttir fyrir íslenska þjóð.

Svona er Ísland búið að vera í marga áratugi og virðist engin breyting ætla að verða á því.  Það er með ólíkindum hvað allt gengur hægt á þessu landi okkar og finnst mörgum lítið vera gert miðað við aðrar þjóðir í lýðræðisríkjum.

Þetta eru mínar vangarveltur tengdar þessari frétt og vonandi  fær rannsóknarnefndin þrátt fyrir allt að koma fram með hrákaldan sannleikan í febrúar.


mbl.is Rannsóknarskýrslu seinkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Árelíus,

Ég hef nú ekki trú á að það sé verið að fela neitt.  Svona rannsóknir taka langan tíma.  9-11 nefndin sem skilaði skýrslu um hryðjuverkaárásina á WTC skilaði ekki af sér fyrr en í Júlí, 2004.  Að mörgu leyti held ég að hér sé um svipað ferli að ræða.  Mjög umfangsmikið með anga út um allan heim.  Þó ætti að vera meira af gögnum aðgengilegt fyrir rannsóknarnefnd Alþingis en mér finnst ekki óeðlilegt að þessi rannsókn taki langan tíma. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 14.10.2009 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband