Davíð Oddson? Hvers vegna lést þú þetta viðgangast.

Nú er það komið á hreint?  Engin þjóð vill þekkja okkur og við erum ein á báti ef við samþykkjum ekki kúgun annara landa að borga reikninga fjárglæframanna.

Davíð Oddson var einn af höfundum frjálshyggjunnar og einn helsti stuðningsmaður kvótakerfisins.  Helsti ráðgjafi hans Hannes Gissurason sagði að betra væri að gefa örfáum eignarrétt af auðæfum þjóðarinnar þannig að dautt fé myndi lifna við.  Síðan kom keðjuverkun og græðgi og frjálshyggjan breyttist í öfgafrjálshyggju örfárra manna.

Davíð Oddson steig upp og reyndi að mótmæla?  Það var of seint því skrímsli græðgisins var komið á flegi ferð og meðal annars varð forseti Íslands fyrir miklum heilaþvotti og hrópaði og söng útrásarsönginn um gjörvalla veröld.

Ég meðal annars sá í hvað stefndi árið 2000 og skrifaði tvær greinar í morgunblaðið  og varaði við þessu mattadors stjórnarfari stjórnvalda.  Ég fékk orð um að vera úrtölumaður og maður sem háður væri af öfundsýki.  Ég vona að ég sé á þessu ári búinn að hreinsa þann stimpil af mér.

Þegar ég sá þetta öfga stjórnarfar var mér hugsað til fólksins í Brasilíu þar sem 7% þjóðarinnar áttu allt og 93% þjóðarinnar minna en ekki neitt.  Spá mín er vissulega á hraðri siglingu í þessa átt þótt ég vonaði sannalega að ég yrði frekar talinn sem úrtölumaður.

Kannski er það rétt hjá Jóhönnu að við þegnar þessa auma lands um þessar mundir verðum að láta kúga okkur og borga það sem keisaranum ber.  Það er erfitt að vera þjóð ein í heiminum en djöfull mun ég verða ósáttur þegn að þurfa að beygja  mig undir þessa kúgun.

Nú er ár liðið frá hruninu og við virðumst sökkva dýpra í fen gleymdra þjóða.  Engin þjóð vil hjálpa okkur og er það skiljanlegt meðan fjárglæframenn ganga enn lausir og ekki hefur tekist að finna einn sem ábyrgð tekur á hruninu þótt vissulega öfum við landsmenn skilning á því hverjir það eru.

Ég er skipstjórnarlærður maður og er löngu búinn að hugsa um plan B.  Skipstjórar reyna alltaf að þrauka og fara síðastir frá borði þegar skipið sekkur.  Um þessar mundir er skipið Ísland að sökkva hægt og bítandi og við verðum að dæla upp úr skipinu og rétta það af.  ef ekkert annað er til ráða en að borga þennan mjög óréttláta reikning þá verðum við að segjast borga hann þótt það lengi í ólinni.  En það er samt ekki hægt að gera það með því að skattpína alla íslendinga upp í rjáfur eins og nýjasta fjátlagafrumvarpið vísar til.

Að lokum.

Það er ekki hægt að byggja upp meðan allt of margir skemmdarverkamenn eru innan banda VG og tala ég þá út frá hjarta mínu og er það ekki spurning í mínum huga að VG er óstjórntækur flokkur í ríkisstjórn og verður að yfirgefa endurreisnina það sjá það allir sem vilja sjá það á annað borð.

 


mbl.is Hærra lán ekki í boði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Þú kemur ekki með neinar tillögur heldur er þetta sami söngurinn um að allt sé Dabba að kenna. Ég er enginn aðdáandi hans og þaðan af síður Hannesar en það kemur frjálshyggjunni ekkert við að Fjármálaeftirlitið svaf á verðinum, það kemur frjálshyggju ekkert við hvernig eigendur bankanna hegðuðu sér og það kemur frjálshyggju ekkert við að Seðlabankinn hafði stýrivexti of háa. Þetta er ekki frjálshyggja frekar en sósíalismi eða kommúnismi.

Er það frjálshyggja að stór hluti þjóðarinnar (úr öllum flokkum) tók eyðslulán og fór að láta eins og millar? Er ábyrgðarleysi í fjármálum eitthvað sem einungis frjálshyggjumenn sýna af sér? Ef svo væri ættu kjósendur allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins að vera í góðum málum.

Jon (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband