Ríkisstjórnin braut stöðuleikasáttmálann.

Ríkisstjórn Íslands fór á bak við verkalýðshreyfinguna og braut stöðuleikasáttmálann.

Hvað væru stýrivextir og verðbólga í dag ef galnar ótímabærar skatthækkanir hefðu verið látnar bíða í nokkra mánuði?  

Ég tel að verðbólgan væri þá i dag komin langt undir 10% og samkomulagið við verkalýðshreyfinguna hefði haldið.

Í þessu ferli er lagt á bensíngjald,áfengisgjald,sykurskattur og fl gjöld.  Verðtryggð lán hækka og endavitleysan snýst um sjálfan sig sem endar á að stjórnvöld svíkja verkalýðshreyfinguna þar sem ekkert er gert til að halda samkomulagið um stöðuleikasáttmálann.

Í mínum huga eru stjórnvöld eins og stefnulaust rekaldi sem teymt er áfram af þvingunum frá AGS.

Ég er alltaf að verða sannfærðari um að AGS er að teyma okkur á asnaeyrunum og við eigum að henda þeim úr landi og fara að stjórna okkur sjálf.  Þessi þvíngaði skrípaleikur gengur ekki stundinni lengur það sjá það allir sem vilja sjá það á annað borð.

Eða á bara að halda skrípaleiknum áfram og láta kúga okkur áfram fram í rauðan dauðan.  Þegar stórt er spurt verða sjálfsagt lítið um svör.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband