Berjumst á móti því að mannkynið verði allt of feitt.

Ég er íþróttafíkill.

Ég var ágætur íþróttamaður á yngri árum og æfði grimmt.

Ég fór mjög ungur á sjóinn og æfði íþróttir þegar ég gat.

Síðan fór maður að hægja á hreyfingunni og horfa á íþróttir í imbakassannum.

Árin liðu, aukakílóunum fjölgaði hægt og þétt.

Á tæpum tuttugu árum höfðu kílóunum fjölgað um 30 kg.

Á milli reyndi maður allt til að losa um kg en ekkert gekk.

Reynslan skapar manninn og ég bjó til mitt eigið æfingarprógramm.

110 Kg maðurinn var loksins tilbúinn með sinn eiginn þjálfara.

Ég las um allt milli himins og jarðar, um mataræði og hreyfingu.

Loksins var hann tilbúinn.

Í byrjun gat hann vart hreyft sig.

Hann tók hálftíma göngutúra á dag móður og másandi.

Fljótlega lengdi hann göngutúrana í klukkutíma á dag.

Síðan var gengið og hlaupið á milli ljósastaura.

Alltaf var hugsað með aukningu á tempói.

Ég tók þátt í hálf maraþoni í vor á fínum tíma fyrir byrjenda 1.48

Ég hef misst 26 kg og er 85 kg í dag og ágætlega massaður

Ég borða allt en sleppi kartöflum þar sem kartöflur eru fitusprengja og skrítið að heilsuverndarstofnun banni ekki kartöflur?

Ég skora á fólk að fara ekki í megrun heldur að breyta um lífsstíl. 

Líkaminn heimtar hreyfingu.

Ég er tilbúinn að aðstoða alla þá sem vilja losa við þessi umfram kg.

En það á enginn að gera neitt í sínum málum fyrr en andlegi þátturinn er tilbúinn.

Það tók mig nokkra mánaða undirbúning að leggja á stað.

Hálfkák í ræktinni skilar engu en ræktin er góð fyrir fólk sem er andlega tilbúið.

Ég er búinn að finna upp þá aðferð fyrir feitt fólk sem vill verða fitt á innan við ári og virkar aðferðin mín  fínt.

Að lokum? 

Þetta er svo auðvelt þegar þú hefur hugsað um það í nokkurn tíma að þú viljir ná þessum markmiðum.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Flott hjá þér

Katrín Linda Óskarsdóttir, 14.9.2009 kl. 04:56

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það er nú meiri dugnaðurinn í þér Alli, ég dáist að eljunni og árangrinum hjá þér.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.9.2009 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband