Sammála Sigurði G Guðjónssyni um að allar forsendur eru brostnar.

Var almenningur rændur? 

Ég segi JÁ.

"Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segir að lántakendur ættu ekki að greiða krónu meira af lánum sínum en upphaflegar forsendur kváðu á um þegar það var tekið. Lán hafa hækkuð upp úr öllu valdi og forsendur þeirra gjörbreyst frá því þau voru tekin. Telji bankinn sig eiga heimtingu á hærri upphæð geti hann komið og sótt málið fyrir dómi"

Eiga landsmenn ekki að láta reyna á þetta þar sem aðfarir stjórnvalda og fjármálastofnanna eru ekkert annað en svik við okkur almenning í landinu og þá þeirra sem aldrei tóku þátt í þessu útrásarbulli.

Ég ætla ekki að láta þetta yfir mig ganga að hafa verið rændur í skjóli myrkurs og trúi ég ekki öðru en að flestir landsmenn séu á sömu skoðun.

Þetta endar á einn veg ef ekkert er að gert?

Þegar almenningur nennir ekki lengur að berjast með alskonar víxláhrifum að standa í skilum og fer í greiðsluleti.

Til hamingju Sigurður og velkominn í hópinn til bjargar íslenskum fjölskyldum.  Flott að horfa fram á veginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband