Þrjár vikur í okkar fyrsta maraþonhlaup. Berjumst gegn offitu unglinga.

Jæja.  Nú erum við bræður búnir með það erfiðasta fyrir Hamborg maraþonið sem er eftir þrjár vikur.  Nú hefst niðurgírinn í æfingum og algjör kolefnishleðsla.  Raggi bróðir stendur sig vel og tel ég hann einn efnilegasta keppnishlaupara sem við eigum í dag þótt kominn sé hátt í fimmtuginn.  Eftir að hann tók af sér tuttugu kíló hef ég ekki roð í hann enda hefur hann æft hlaup í um tuttugu ár en ég einungis í rúmlega eitt ár.

Síðasta langa æfingahlaupið okkar var í dag og fórum við 33 km á 2 kl og 57 mín sem þykir fínt kappklættur á rólegu tempðói.

Við ætlum okkur að hafa gaman af þessu og passa okkur á að koma ekki meðvitundarlausir í mark.  Þess vegna höfum við lagt hart að okkur og erum tilbúnir að leysa þrautina?  ÉG GET ÉG VIL ÉG SKAL.

 

Ég er ánægður að sjá allt það fólk sem ég þekki sem er að drífa sig á stað og vill losna við bumbuna og gera eitthvað í sínum málum.  

Í mínum huga er hræðilegt að sjá allt það unga fólk sem er sílspikað og gerir ekkert í því að hreyfa sig heldur málar það sig kaupir flott föt og reynir að láta fötum klæða úr silspikaðann vöxtinn.  

 Nú þarf þjóðarátak og vakning.

Hreyfing fyrir unga fólkið og burt með spikið.  Máling og föt gera lítið til lengdar, fólk á að vera það sjálft þess vegna í snjáðum fötum með óspikaðann líkama.

Segir sá sem þekkir þetta allt samann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband